Velkomin á heimasíðu Tónagulls!

Í ljósi samkomubanns og þess að við getum ekki tryggt tveggja metra fjarlægð milli þátttakenda munum við fella niður námskeiðahald á meðan þetta ástand varir. Þetta á við um alla hópa í Tónagulli í Reykjavík og á Selfossi og sömuleiðis Tónagull á pólsku í Gerðubergi og Hafnarborg. Þegar banni verður aflétt munum við meta hvernig hægt er að bæta upp tíma sem hafa fallið niður. Á meðan bendum við á Tónagull og Vísnagull á Spotify og öðrum veitum. Munum að hlæja, syngja og njóta saman 🙂

Vonir standa til að námskeiðahald hefjist aftur í ágúst

Námskeiðin í Tónagulli eru fyrir foreldra og börn frá fæðingu til 3ja-4ra ára aldurs. Systkini eru velkomin með á námskeið. Eitt gjald á fjölskyldu óháð systkinafjölda.

Við kennum í Skipholti 37 í Reykjavík og nú einnig í Tónsmiðju Suðurlands á Selfossi þegar næg þátttaka næst.

Opið er fyrir skráningu á námskeið 2020

Skráningarform

Hér er Skráningarformið fyrir öll námskeiðin

GJAFABRÉF í Tónagull

Fréttir
Fyrstu hópar í Tónagulli á pólsku hafa hist í Gerðubergi haustmisserið 2019. Fullt var í báða hópana og komust færri að en vildu. Tónagull á pólsku er styrkt af Sendiráði Póllands á Íslandi.

Vísnagull -Vísur og þulur fyrir börn í fangi

Vísnagull bókarkápa

 

Birt í Uncategorized