Velkomin á heimasíðu Tónagulls!

Loksins aftur Tónagull!

Skráningar eru hafnar fyrir námskeið sem hefjast laugardaginn 26. september 2020

Kennt verður í stærra húsnæði, að Holtavegi 28, til að tryggja meiri fjarlægð milli þátttakenda

Hver fjölskylda kemur með sína eigin jógamottu til að sitja á og aðeins mega tveir fylgja hverju barni (hámark þrír alls frá hverri fjölskyldu)

Hljóðfæri verða sótthreinsuð á milli hópa og lengri tími verður hafður á milli hópa en áður

Tónagull á pólsku er nú kennt á sunnudögum í Hafnarborg og á laugardögum í Gerðubergi

Námskeiðin í Tónagulli eru fyrir foreldra og börn frá fæðingu til 3ja-4ra ára aldurs. Systkini eru velkomin með á námskeið. Eitt gjald á fjölskyldu óháð systkinafjölda.

Við kennum í Reykjavík og nú einnig í Tónsmiðju Suðurlands á Selfossi þegar næg þátttaka næst.

 

GJAFABRÉF í Tónagull

Fréttir
Fyrstu hópar í Tónagulli á pólsku hafa hist í Gerðubergi haustmisserið 2019. Fullt var í báða hópana og komust færri að en vildu. Tónagull á pólsku er styrkt af Sendiráði Póllands á Íslandi.

Vísnagull -Vísur og þulur fyrir börn í fangi

Vísnagull bókarkápa

 

Birt í Uncategorized