Velkomin á heimasíðu Tónagulls!

Hefðbundin námskeið Tónagulls eru kennd í 6 vikna lotum

Námskeiðin framundan:

30. október – 4. desember (SKRÁNING)

15. janúar – 12. febrúar (SKRÁNING)

Námskeiðin í Tónagulli eru fyrir foreldra og börn frá fæðingu til 3ja-4ra ára aldurs. Systkini eru velkomin með á námskeið. Eitt gjald á fjölskyldu óháð systkinafjölda.

Haustið 2021 kennum við í Reykjavík að Suðurlandsbraut 72, Húsi Hjálpræðishersins í Reykjavík (Tónagull á íslensku)

Námskeiðsgjald fyrir 6 vikna námskeið: kr. 24.900,-

Hver fjölskylda greiðir aðeins eitt gjald á sama námskeiðið. Þetta gildir hvort sem um fjölbura er að ræða eða ef systkini fá að koma með í tíma.

Athugið að mörg stéttarfélög og fagfélög endurgreiða námskeiðsgjöld vegna Tónagulls. Framvísa þarf kvittun fyrir námskeiðsgjöldum vegna endurgreiðslu frá stéttarfélagi.

Tónagull á pólsku hefur verið kennt á sunnudögum í Hafnarborg og á laugardögum í Gerðubergi. (Sjá nánar)

GJAFABRÉF í Tónagull