Kennarar


kennararAðeins örfáir hafa fengið þjálfun til að kenna Tónagull. Kennarar í Tónagulli eru vel menntaðir og hafa fengið persónulega þjálfun í aðferðum Tónagulls sem henta vel fyrir aldurshópinn 0-3 ára. Allar eru tónlistarkonur, hafa mikla reynslu af litlum börnum og eru flestar sjálfar mæður. Þær hafa tileinkað sér þá færni sem felst í að miðla lifandi tónlist í hópi foreldra og barna í 45 mínútur í senn þannig að allir fá sem mest út úr hverjum tíma.
H Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir
Helga Rut er höfundur og stofnandi Tónagulls. Hún hefur kennt Tónagull síðan 2004 og finnst alltaf jafn gaman að upplifa gleðina í tónlistariðkun með foreldrum og börnum.
EyrunBirna Eyrún Birna Jónsdóttir
Eyrún Birna hefur kennt Tónagull síðan 2007. Eyrún er með grunnskólakennarapróf með tónmennt sem val.
3 Hildur Halldórsdóttir 
Hildur hefur kennt Tónagull síðan 2010. Hún er menntuð grunnskólakennari með áherslu á tónlist og leiklist. Hildur hefur einnig B.S. gráðu í sálfræði og er starfandi tónlistarkona m.a. í hljómsveitinni Brother Grass. Hildur hefur mikinn áhuga á tónlist og áhrifum hennar á þroska og lífsgæði. Henni finnst alltaf gaman að vinna með og kenna tónlist en þó sérstaklega gaman af því að kenna börnum á leikskólastigi og á yngsta stigi í grunnskóla, svo ekki sé talað um að fá að njóta þess að vera með foreldrum og ungbörnum þeirra eins og í Tónagulli
 
Björg1 Björg Þórsdóttir
Björg hefur kennt í Tónagulli síðan 2011. Hún er menntuð í klassískum söng og er útskrifuð frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands með áherslu á tónlist og kennslu yngri barna.
2 Ásdís Björg Gestsdóttir
Ásdís Björg er hér um bil alltaf kölluð Dísa. Dísa er með burtfararpróf í klassískum söng úr Söngskólanum í Reykjavík og hefur sungið í kórum stærstan hluta æfinnar. Hún stundar nú grunnskólakennaranám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, með áherslu á tónlist og leiklist. Dísa hefur kennt Tónagull frá 2015.
1 Ásta Björg Björgvinsdóttir
Ásta Björg hefur kennt Tónagull frá 2015. Hún er menntuð í klassískum píanóleik ásamt jazz söng og jazzpíanóleik. Einnig er hún með B.ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands með áherslu á tónlist og leiklist, með diplóma gráðu í hljóðverkfræði (e. audio engineering) frá SAE Institute í London og stundar nú nám í Tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Ásta hefur kennt tónmennt í leik- og grunnskólum undanfarin ár auk þess að vera söngkona, gítarleikari og laga- og/eða textahöfundur í hljómsveitunum Hinemoa, Solar og Ásta Björg band.
égKolbrún Hulda Tryggvadóttir, Tónagullskennari í Tónsmiðju Suðurlands
Kolbrún er menntuð í klassískum söng og tónsmíðum.  Hún er einnig með B.A. gráðu í Tónlistarfræðum, diploma í tónlistarkennslu og er í meistaranámi í Listaháskóla Íslands í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf.  Kolbrún hefur kennt tónmennt í grunnskóla frá því 2006, nokkur ár einnig í leikskóla og tónlistarskóla.  Kolbrún syngur einnig einsöng öðru hvoru og er meðlimur í sönghópnum Þrusk á Suðurlandi.

kennarar