Aðeins örfáir hafa fengið þjálfun til að kenna Tónagull. Kennarar í Tónagulli eru vel menntaðir og hafa fengið persónulega þjálfun í aðferðum Tónagulls sem henta vel fyrir aldurshópinn 0-3 ára. Allar eru tónlistarkonur, hafa mikla reynslu af litlum börnum og eru flestar sjálfar mæður. Þær hafa tileinkað sér þá færni sem felst í að miðla lifandi tónlist í hópi foreldra og barna í 45 mínútur í senn þannig að allir fá sem mest út úr hverjum tíma.
Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir
Helga Rut er höfundur og stofnandi Tónagulls. Hún hefur kennt Tónagull síðan 2004 og finnst alltaf jafn gaman að upplifa gleðina í tónlistariðkun með foreldrum og börnum.
Eyrún Birna Jónsdóttir
Eyrún Birna hefur kennt Tónagull síðan 2007. Eyrún er með grunnskólakennarapróf með tónmennt sem val.
Hildur Halldórsdóttir
Hildur hefur kennt Tónagull síðan 2010. Hún er menntuð grunnskólakennari með áherslu á tónlist og leiklist. Hildur hefur einnig B.S. gráðu í sálfræði og er starfandi tónlistarkona m.a. í hljómsveitinni Brother Grass. Hildur hefur mikinn áhuga á tónlist og áhrifum hennar á þroska og lífsgæði. Henni finnst alltaf gaman að vinna með og kenna tónlist en þó sérstaklega gaman af því að kenna börnum á leikskólastigi og á yngsta stigi í grunnskóla, svo ekki sé talað um að fá að njóta þess að vera með foreldrum og ungbörnum þeirra eins og í Tónagulli
Björg Þórsdóttir
Björg hefur kennt í Tónagulli síðan 2011. Hún er menntuð í klassískum söng og er útskrifuð frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands með áherslu á tónlist og kennslu yngri barna.
Ásdís Björg Gestsdóttir
Ásdís Björg er hér um bil alltaf kölluð Dísa. Dísa er með burtfararpróf í klassískum söng úr Söngskólanum í Reykjavík og hefur sungið í kórum stærstan hluta æfinnar. Hún stundar nú grunnskólakennaranám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, með áherslu á tónlist og leiklist. Dísa hefur kennt Tónagull frá 2015.
Ásta Björg Björgvinsdóttir
Ásta Björg hefur kennt Tónagull frá 2015. Hún er menntuð í klassískum píanóleik ásamt jazz söng og jazzpíanóleik. Einnig er hún með B.ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands með áherslu á tónlist og leiklist, með diplóma gráðu í hljóðverkfræði (e. audio engineering) frá SAE Institute í London og stundar nú nám í Tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Ásta hefur kennt tónmennt í leik- og grunnskólum undanfarin ár auk þess að vera söngkona, gítarleikari og laga- og/eða textahöfundur í hljómsveitunum Hinemoa, Solar og Ásta Björg band.
Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Tónagullskennari í Tónsmiðju Suðurlands
Kolbrún er menntuð í klassískum söng og tónsmíðum. Hún er einnig með B.A. gráðu í Tónlistarfræðum, diploma í tónlistarkennslu og er í meistaranámi í Listaháskóla Íslands í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf. Kolbrún hefur kennt tónmennt í grunnskóla frá því 2006, nokkur ár einnig í leikskóla og tónlistarskóla. Kolbrún syngur einnig einsöng öðru hvoru og er meðlimur í sönghópnum Þrusk á Suðurlandi.
Auglýsingar