Ókeypis kynningartími í Tónagulli

Laugardaginn 4. september 2021 verða ókeypis kynningartímar í Tónagulli

Staður: Holtavegur 28

Hámark 12 fjölskyldur komast í hvern hóp. Nauðsynlegt er að skrá sig til að taka þátt. SJÁ: SKRÁNINGARFORM

Kynningartímarnir verða 45 mínútur eins og hefðbundnir tímar í Tónagulli og þar gefst tækifæri til þess þess að kynnast töfrum tónlistariðkunar í gegnum aðferðir Tónagulls

Hópar:

9:30-10:15 12-24 mánaða

10:45-11:30 5-11 mánaða

12:00-12:45 2-4 ára

Hefðbundin 6 vikna námskeið hefjast 11. september SKRÁNING HAFIN

Tónagull, rannsóknagrundað tónlistaruppeldi byggir á því að efla tónlistariðkun í fjölskyldum með ung börn. Aðferðir Tónagulls hafa verið í stöðugri þróun í 18 ár, en fyrsta námskeiðið var haldið árið 2004.

Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir er stofnandi Tónagulls og hefur þróað aðferðirnar í nánum tengslum við eigin rannsóknir og erlendar rannsóknir á sviði tónlistarþroska barna og áhrifum tónlistariðkunar á tengslamyndun og annan almennan þroska s.s. söng- og málþroska. Helga Rut ber ábyrgð á fræðslu og þjálfun allra kennara Tónagulls.

Tónagulls tímar eru byggðir upp með tilliti til þroska og athyglisfærni ungra barna í huga. Á 45 mínútum er farið í gegnum tíu efnisþætti sem fléttað er saman í saumlausa skemmtun þar sem allir fá að taka þátt á sínum forsendum.

Unnið er með íslenskan arf svo sem gamlar þulur, kvæði og söngva. Marvisst er unnið með tóna og rtyma í gegnum hreyfingar og leiki með vönduð barnahljóðfæri.

Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir er tónmenntakennari að mennt, með M.A. og PhD. í tónlistarfræðum. Rannsóknir Helgu Rutar lúta að tónlistarmenntun, tónlistarskynjun og tónlistaruppeldi. Hún er prófessor í tónlist við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem hún kennir tilvonandi leik- og grunnskólakennurum. Rannsóknir Helgu Rutar eru birtar í ritrýndum bókum og vísindagreinum á ensku, sænsku og íslensku. Nýjustu rannsóknir hennar eru á sviði söngs og tengsla söngþroska og máltöku barna.