Umsagnir foreldra

“Það sem kom mér mest á óvart var hversu róleg börnin voru. Maður bjóst ekki við því að þar sem 15 7-8 mánaða börn kæmu saman gæti verið svona mikil ró og kyrrð.”

“…þrátt fyrir að tíminn hafi verið á lúrtímanum hans þá var hann eins og fullur tilhlökkunar. Erfitt að lýsa þessu nákvæmlega en í stað þess að vera argur yfir því að fá ekki að fara að sofa á sínum tíma þá virtist hann verða fullur spennings þegar við vorum komin út í bíl.”

“[Það kom mér á óvart]…hvað barnið sýnir sterk viðbrögð þegar það er farið að þekkja lögin og rútínuna…áhugavert að sjá þessa nálgun á hlutina.”

“Það kom mér mjög á óvart að sjá hvað börnin virtust hafa mikið vit á því sem var að gerast og hversu vel þau fylgdust með þegar verið var að spila og syngja.”

„Ég vissi svosem að minn strákur hefði gaman af tónlist, að hrista og svoleiðis. En mér fannst mjög gaman að sjá allan hópinn hvað öll börnin höfðu ótrúlega gaman af þessu!
Ég mun örugglega velja þetta námskeið fyrir næsta barn frekar en ungbarnasund ef að ég mun velja á milli, við fórum við strákinn á sundnámskeið núna líka og mér fannst þetta miklu skemmtilegra, höfðum bæði (ég og sonurinn) meira gaman af! „

“Þetta var bara skemmtilegt bæði fyrir mig sem móður og fyrir stúlkuna mína. Alveg magnað hvað hún lyftist öll upp þegar við gengum inn í herbergið sem við vorum í, vissi þá vel hvert hún var komin. Greinilegt að þetta hefur verið mjög jákvæð upplifun fyrir hana.”

“[Það kom mér á óvart]…hve áhugsamur strákurinn minn var og hvað hann lærði mikið af þessu og tók vel eftir, og svo hvað diskurinn róar hann núna, sérstaklega í bílnum, þvílík snilld.”