Rannsóknir á áhrifum tónlistariðkunar með ungbörnum eru mjög nýjar og ekki hægt að fullyrða margt út frá þeim fáu rannsóknum sem birtar hafa verið. Í stuttu máli má þó segja að virk tónlistarþátttaka virðist hafa marktæk og mælanleg áhrif á börn frá 6 mánaða aldri.
Virk tónlistariðkun er auk þess líklegri til að hafa varanleg áhrif á líkamlegan og vitsmunalegan þroska en eingöngu tónlistarhlustun
(sjá umfjöllun á Vísindavefnum)
Hér eru krækjur á nýlegar rannsóknir fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér nýjustu birtingar á sviði tónlistariðkunar með ungum börnum. Vegna leyfa er ekki hægt að setja greinarnar hér inn í fullri lengd, en þarna má lesa útdrætti úr niðurstöðum. Þeir sem vilja gjarnan fá greinarnar í fullri lengd geta haft samband við Helgu Rut með því að senda tölvupóst á tonagull@tonagull.is
Developmental Science 2010:
Effects of Kindermusik training on infants’ rhythmic enculturation
Developmental Science 2012:
Active music classes in infancy enhance musical, communicative and social development