Rannsóknir á Íslandi

Íslenskar rannsóknir sem tengjast Tónagulli og þátttakendum í Tónagullsnámskeiðum hafa verið birtar í íslenskum og erlendum tímaritum og kynntar á ráðstefnum bæði hér á landi og erlendis

eggjahristÍ Netlu -Tímariti um uppeldi og menntun birtist grein 3. október 2013 sem ber heitið Tónlistarþroski ungbarna og tónlistaruppeldi. Greinin er samantekt fræðilegra rannsókna á þroska og skynjun ungbarna. Greinin birtist ef smellt er á myndina til vinstri. Höfundur er Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir.

 

Netla logoHugmyndir um upprunar tónlistar í ljósi heilarannsókna og tónlistarrannsókna er grein sem birtist í Ráðstefnuriti Menntakviku Menntavísindasviðs Háskóla Íslands 2010.

Smellið á myndina til vinstri til að lesa greinina

 

Árið 2010 kom út grein í tímaritinu Music Education Resarch sem ber titilinn: Parent-infant music courses in Iceland, perceived benefits, and mental wellbeing of mothers

Höfundar: Helga Rut Guðmundsdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir

Smellið á myndina til vinstri til að lesa greinina
 

Snemma árs 2011 tóku 30 ungbörn þátt í rannsókn ásamt foreldrum sínum með því að koma í 10 skipti í Tónagulls tíma sem voru teknir upp á myndband frá þremur sjónarhornum. Fyrstu niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu Society for Music Perception and Cognition í Rochester, NY, í ágúst 2011. Höfundur: Helga Rut Guðmundsdóttir

Smellið á myndina til að skoða veggspjaldið sem kynnt var á ráðstefnunni
 

Hér er veggspjald sem lýsir rannsókn sem gerð var meðal mæðra sem tóku þátt í námskeiðum á vegum Tónagulls. Annars vegar voru það ungar mæður sem fengu ókeypis námskeið með börnunum sínum í Hinu Húsinu og hins vegar mæður sem komu í hefðbundin námskeið í Tónagulli. Höfundur: Helga Rut Guðmundsdóttir.

Smellið á myndina til að skoða veggspjaldið