Námskeið – dagsetningar og skráning

Næstu námskeiðslotur framundan í Tónagulli eru:

Á laugardögum í Reykjavík fyrir 0-3+ ára

22. febrúar – 28. mars

18. apríl – 23. maí

Skráningarform

Laugardagshópar í Reykjavík:

Laugardagar kl. 10:00-10:45  (Miðhópur ca. 1-2 ára)
Laugardagar kl. 11:00-11:45  (Yngsti hópur ca. 1 árs og yngri)
Laugardagar kl. 12:00-12:45  (Elsti hópur ca. 2-3+ ára)

Athugið að röðun í hópa fer eftir fjölda barna sem skráðir eru í hverjum aldursflokki og því er ekki hægt að segja alveg nákvæmlega fyrirfram í hvaða hópi börn lenda. Reynt er að hafa börn á líkum aldri saman.

Verðskrá: (Ath. bókin Vísnagull er ekki námskeiðsgögn)

Gjöld fyrir 6 vikna námskeið: 18.500,- kr með námskeiðsgögnum: Tónagull 1, 2 eða 3
(Gjald kr. 16.000,- fyrir þá sem eiga námskeiðsgögn frá fyrra námskeiði)

Greiðsluleiðir fyrir námskeiðin

Sum stéttarfélög og fagfélög endurgreiða námskeiðsgjöld vegna Tónagulls. Þið getið beðið okkur um kvittun fyrir námskeiðsgjöldum vegna endurgreiðslu frá stéttarfélagi.

Skráning og fyrirspurnir

Athugið að allar skráningar fara fram í gegnum skráningarformið okkar en fyrirspurnir má senda á tonagull(hja)tonagull.is

Skráningarform