Nýtt! Tónlistarnámskeið fyrir 4-5 ára

xylophone (1) Tónagull með ný námskeið fyrir 4-5 ára

Í nýja efninu sem við höfum samið fyrir 4-5 ára höfum við haft að leiðarljósi að börnin upplifi skemmtilega og fjölbreytta tónlistarsamveru undir stjórn kennara en að hver einasta athöfn hafi undirliggjandi tilgang sem miði að því að barnið læri ómeðvitað um tónlist og efli sína eigin tónlistargetu í leiðinni.

Höfundur efnisins er dr. Helga Rut Guðmundsdóttir, tónlistarmenntunarfræðingur sem einnig prufukenndi og þróaði kennsluefnið og kennsluleiðbeiningar.

Kennt er á mánudögum kl. 16:30-17:15 í Skipholti 37

Skráning á námskeið (smellið hér)

Meira um 4-5 ára námskeiðin

Unnið er með eftirfarandi þætti

xylophone-308024_1280 Tónlistarleg félagsfærni

Að vera saman í hóp og njóta þess að vera þátttakandi í að skapa tónlist

xylophone-308024_1280 Rytmaskyn

Klapp, trommur og hristur eru góð skemmtun en æfingin skapar meistarann

xylophone-308024_1280 Innri tónheyrn

Börnin kynnast tónhæð og dúrskalanum með því að nota bjöllur og líkamlega leiki

xylophone-308024_1280 Söngvar með hreyfingum

Það eru margir skemmtilegir hreyfisöngvar og söngvaleikir sem eru þroskandi

xylophone-308024_1280 Spuni

Börnin læra að fylla inn í eyður á skemmtilegum sönglögum

xylophone-308024_1280 Hlustun

Hlustun fer alltaf fram með því að hreyfa sig við tónlistina. Við leikum dýr eða persónur um leið og við bregðumst við tónlistinni með hreyfingum og dansi.

Tónagull námskeið fyrir 4-5 ára eru byggð upp með það markmið að efla tónlistarlegan þroska barnanna en að mæta þeim í gegnum leik, sköpun og gleði. Á þessu aldursskeiði eru börn afar næm fyrir tónlist og taka inn gífulega mikla þekkingu sem þau öðlast að mestu leyti ómeðvitað. Börn á þessum aldri eru ekki endilega tilbúin að hefja það sem við köllum „formlegt nám“ og við skyldum jafnvel forðast að setja þeim of miklar skorður þegar kemur að námi og leik. En ef við sköpum kjöraðstæður geta þau lært gríðarlega margt.

4-5 ára börn eru af mörgum fræðimönnum talin á hátindi sköpunartímabils í tónlist, í það minnsta hvað varðar sjálfsprottinn söng. Á þessum aldri eru börn afar frjó og óheft í tónlistarsköpun sinni. Þeim finnst þau kunna og geta allt. Við gerum okkar besta til að hvetja þau áfram í þessari viðleitni og forðumst að bæla þeirra meðfædda sköpunarkaft.