Tónagull hélt tónleika í samstarfi við Barnamenningarhátíð í apríl 2015:
Klöppum saman lófunum til að reka fé úr móunum á leið heim til Hóla að fagna lóunni!
Fyrir hverja: 0-3 ára gömul börn í fylgd foreldra og/eða ömmu og afa
Hvaða dag? Sunnudaginn 26. apríl
Klukkan hvað? 15:00-16:00
Hvar? Norræna húsinu, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík
Aðgangseyrir? Enginn
Við þökkum fyrir frábæra þátttöku og samveru!
Tónagull heldur Perlutónleika á léttum nótum þar sem sungnar verða þekktar perlur og barnagælur. Þetta eru þátttökutónleikar fyrir og með 0-3 ára börnum ásamt fylgdarmönnum þeirra, þar sem tónleikagestum býðst að taka þátt í tónlistarflutningi með söng, klappi og smáhljóðfærum. Frítt er á tónleikana og verða þeir haldnir í sal Norræna húsins frá kl. 15:00 til kl. 16:00.
Tónlistarkennarar Tónagulls stýra tónleikunum og fá til liðs við sig Berglindi Maríu Tómasdóttur flautuleikara. Tónleikarnir taka mið af úthaldi mjög ungra barna en um listræna stjórnun sér Helga Rut Guðmundsdóttir.
Barnahellir bókasafnsins í Norræna húsinu verður opinn til kl. 17:00 og veitingastaðurinn AALTO bistro verður með fjölskylduvænan matseðil þessa helgi.
www.facebook.com/tonagull
http://www.aalto.is/
http://www.norraenahusid.is/bokasafn
http://hvirfill.reykjavik.is/events.html