Komin er hefð á Vísnagullstónleika á barnamenningarhátíð í Reykjavík
Vísnagull verður með tónleika á barnamenningarhátíð 4. árið í röð. Þessir vinsælu tónleikar eru sérstaklega sniðnir að þörfum 1-3 ára barna en öll fjölskyldan er velkomin
STAÐUR: Kjarvalsstaðir
TÍMI: Sunnudagur 30. apríl kl. 14:00-14:45
AÐGANGUR: ÓKEYPIS Á MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR
Flytjendur eru vanir stjórnendur barnatónleika af þessu tagi. Á tónleikunum er farið í skemmtilega þululeiki með börnum og þekktar barnavísur sungnar. Tónleikagestir fá einnig að leika á smáhljóðfæri og fá ýmis tækifæri til þátttöku í flutningnum.
Ábyrgð og tónleikastjórn: Helga Rut Guðmundsdóttir