Í bókinni er að finna vinsælar vísur og þulur sem henta ungum börnum. Bókina prýðir fjöldi málverka sem örva ímyndunaraflið og ljá efninu litríkan ævintýrablæ. Með bókinni fylgir geisladiskur. Sjá nánar HÉR
Tónagull námskeiðsgögn: Hljóðefni og bæklingar
Tónagull gefur út hljóðefni og bæklinga í tengslum við námskeiðin.
Hljóðefni og bæklingar eru innifaldir í námskeiðsgjöldum Tónagulls og þjóna þeim tilgangi að styðja við tónlistarlegt uppeldi barna þegar heim er komið. Það er gott að hlusta og rifja upp vísur og þulur á milli tíma og eftir að námskeiði lýkur. Margir hafa góða reyslu af því að nota diskana í bílnum til að hafa ofan af fyrir börnunum.
Tónagulls diskarnir eru nú orðnir 3 talsins

Tónagull 1 fyrir yngstu börnin

Tónagull 2 fyrir 2-3 ára

Tónagull 3 fyrir 4-5 ára
Tónagull gefur út námsefnið TónMál þar sem lögð er áhersla á málörvun og forlestrarfærni 3-4 ára barna í gegnum leik og tónlist. Sjá nánar HÉR