TónMál

TonMal_forsidaLangar þig að læra að stýra skemmtilegum tónlistarstundum sem efla forlestrarfærni barnanna í leiðinni? Tónagull er útgefandi kennsluefnisins TónMál sem er ætlað fyrir allt starfsfólk á leikskólum landsins.

TónMál er nýtt kennsluefni í tónlist og málörvun fyrir þriggja til fjögurra ára gömul börn. Í kennsluefninu er lögð áhersla á málörvun og forlestrarfærni í gegnum leik og tónlist.

Tonmal_bakhlid_bokarTónMál er hugmyndabanki til að nota í hópastarfi. Námsefnið inniheldur lýsingar á uppbyggingu og markmiðum TónMáls-stunda, kennsluleiðbeiningar og tillögur að lotu með 12 TónMáls-stundum. Með bókinni fylgja myndaspjöld og geisladiskur með allri tónlist námsefnisins.

Höfundar TónMáls eru Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir prófessor og Hildur Halldórsdóttir, B.A. í sálfræði og B.Ed. grunnskólakennari með áherslu á tónlist og leiklist.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

TónMáls námskeið fyrir starfsfólk leikskóla:
TónMáls námskeiðin eru fyrir starfsfólk leikskóla sem vill kynnast notkunarmöguleikum efnisins til hlítar. Námskeiðin eru lifandi og skemmtileg þar sem verðandi leiðbeinendur læra á leiki, söngva, uppsetningu stunda og fleira. Sjá umsagnir á www.facebook.com/tonmalefni

Námskeið fyrir starfsfólk á starfsdögum leikskóla eru í boði. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á netfangið tonagull(hjá)tonagull.is

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
Einnig er í boði að fá 8-12 vikna námskeið inn í skólana, þar sem menntaður TónMáls kennari kemur inn í starf skólans og kennir nokkrum hópum. Fyrirspurnir um slík námskeið má senda á netfangið tonagull(hjá)tonagull.is

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s